Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Jónas Örn Jónasson byrjar að blogga.

Ástæða mín fyrir því að byrja að blogga er líkt og með marga  þessi misseri, eða að taka þátt í samfélagsumræðunni enda er það efst á baugi hjá öllum landsmönnum um þessar mundir. Hef ég ætlað mér að auk þess að skrifa mínar skoðanir á almennum samfélagsmálefnum, að til viðbótar skrifa í miklum mæli um Danmörk og stjórnmál í Danmörku. Ennfremur hef ég hug á því að skrifa um vinnu og úrbætur á vegum stjórnvalda í Danmörku, auk þess að fylgjast með þarlendri löggjöf. Mín skoðun er sú að Ísland eigi á hverjum tíma að leita ráðgjafar í einhverjum mæli og fyrirmynda erlendis, eða eins og oft er sagt, er óþarfi að "finna upp hjólið aftur".  Ég tel sérstaklega í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað á Íslandi að það styðji þá skoðun mína að Ísland sé ungt í þroska og því "logiskt" að hægt sé að sækja fróðleik og lærdóm frá nágrannalöndum okkar, einkum Danmörku sem er mun eldra samfélag.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband